Þjónustan okkar

Við vinnum með fyrirtækjum af öllum stærðum – frá sprotafyrirtækjum á frumstigi til stofnana – til að búa til spennandi vörur. Hverjar sem kröfurnar eru fyrir hugbúnaðarlausnina þína, þá hefur teymið okkar fulla þekkingu og kunnáttu til að láta það gerast.

Hönnun

Víkonnekt finnur og ræður til starfa hæfa sérfræðinga sem vinna með tækniteymi viðskiptavinanna. Víkonnekt hefur byggt gott tengslanet forritara, hönnuða og gagnasérfræðinga á öllum reynslustigum sem geta unnið með þér að fullu eða að hluta.
Mörkun (e. branding) icon Mörkun (e. branding) icon

Mörkun (e. branding)

Vörumerkið þitt er það fyrsta og eftirminnilegasta sem viðskiptavinir þínir sjá. Þú endurspeglast í merkinu þínu - í vörunni, vefsíðunni og efninu. Við sérhæfum okkur í að skapa ógleymanlega vöruímynd með því að gefa merkinu þínu spennandi útlit. Við leggjum hart að okkur að skilja viðskiptavininn okkar vel - hver hann er, hvernig hann upplifir sig og hvað hann vill sýna neytendum. Þá látum við það gerast, saman.

Myndmál og myndskreytingar icon Myndmál og myndskreytingar icon

Myndmál og myndskreytingar

Myndmál vörumerkis skiptir máli. Notar þú ljósmyndir? Ertu með sérstakan stíl? Myndskreytingar eru frábær leið til að grípa athygli og sanna fyrir neytendum gæði vörunnar þinnar. Grafískir og stafrænir hönnuðir okkar vita hvernig UI, UX og myndmál merkis þíns geta spilað saman á skemmtilegan hátt.

Árangurssögur viðskiptavina okkar

Árangur viðskiptavina okkar er okkar árangur. Við höfum hjálpað viðskiptavinum í öllum atvinnugreinum, allt frá menningarstofnunum til spennandi sprotafyrirtækja.

Árangurssögur

Notendarannsóknir

Rannsóknir, stefnumótun, hönnun: Við söfnum gögnum til að skilgreina viðskiptamarkmið og notendaþarfir fyrir fyrirtækið þitt. Við bjóðum einnig gagnagreiningu og mótun áætlana.

Notendarannsóknir: þú þarft að þekkja notandann þinn til að geta þróað vöruna þína. Við rannsökum hegðun og þarfir markhópsins þíns og metum framkvæmanleika vörunnar þinnar á markaðnum. Með okkur byggir þú á sterkum grunni.

Notendaupplifun (UX)

Við skiljum þarfir og óskir markhópsins þíns. Við gerum nákvæma áætlun í samræmi við það til að skapa þá upplifun sem þú vilt að notendurnir þínir hafi. Niðurstaðan? Heillandi vara sem er auðveld að nota. UX er nauðsynlegt skref og grundvallaratriði til að fara í hönnun.

Viðmótshönnun (UI) icon Viðmótshönnun (UI) icon

Viðmótshönnun (UI)

UI hönnun er stórt skref. Þú hefur nú lagt grunninn með neytendakönnun og farið djúpt í þá upplifun sem þú vilt að neytendur þínir hafi. Þá er kominn tími til að heilla þá með spennandi útliti. Í þessu skrefi byrjum við að sameina eiginleika vörumerkis - svo sem leturgerðir, hnappa, litaval - við virkni vörunnar þinnar. Ástríðufulla UI teymið okkar skapar með þér glæsileg öpp sem er skemmtilegt að eiga samskipti við - og að horfa á.

Skoðaðu fleiri þjónustur
Ertu að leita að metnaðarfullum samstarfsaðila til að hjálpa þér að fullkomna vöruna þína? Náðu viðskiptamarkmiðum þínum með Víkonnekt.
Book a meeting