Janúarráðstefna Festu 2025 - Safa Jemai forstjóri Víkonnekt
Það var gaman að taka þátt í Janúarráðstefnunni 2025, þar sem virðiskeðjan var umræðuefnið. Fyrirlestrar fjölluðu um pólitík og áhrif hennar á virðiskeðjur á heimsvísu, tæknibreytingar í tengslum við núverandi ástand, áhrif stórvelda og fjárfestingar í sjálfbærni.
Safa fékk 7 mínútur til að ræða gervigreind, orkunotkun og sjálfbæra virðiskeðju – mikilvægt samtal um hvernig við getum nýtt gervigreind til að leysa áskoranir án þess að fórna sjálfbærnimarkmiðum. Eins og það kom fram í erindinu þá er mikilvægt að spyrja réttu spurningar. Spurningin er ekki hvort við munum nota gervigreind! Frekar í hvað ætlum við að nota hana:
- Hvaða vandamál við ætlum að leysa?
- Hvernig orku notum við til að geyma gögnin?
- Hver ber ábyrgð á að vekja athygli á orkunotkun og að nota gervigreind til góðra verka?

Við vinnum með fyrirtækjum og stofnunum til að hjálpa þeim að finna möguleika fyrir notkun gervigreindar.
Sérfræðiteymið okkar veitir ráðgjöf og hjálpar þér að móta stefnu, hvort sem þig langar að bæta núverandi kerfin þín eða hefja ný verkefni. Við sjáum til þess að notkun gervigreindar gangi vel og samræmist markmiðunum þínum fullkomlega.